Félag tæknifólks er mikið í mun að safna upplýsingum til að vinna áfram með og bæta stöðuna í málum þeirra sem vinna sem freelance, einyrkjar eða verktakar. Ef þú ert þar, gætirðu lagt okkur lið?

Við óskum eftir samtali á breiðum grundvelli og þar af leiðandi þarf hópurinn að vera fjölbreyttur. Eina sem fólk þarf að eiga sameiginlegt er að vinna í GIGG hagkerfinu eða sjálfstætt starfandi (freelance/verktaki/einyrkjar).

Fimmtudaginn, 25. febrúar, verðum við í Félagi tæknifólks með vinnustofu þar sem markmiðið er að mæla hitann ef svo má að orði komast í hópi félaga okkar sem búa við ótraust ráðningarform þ.e. þeir sem eru sjálfstætt starfandi, einyrkjar, verkefnaráðnir eða aðrir sem á einhvern hátt hafa ekki notið sömu þjónustu eða verndar og „venjulegur“ launamaður nýtur.  Ekki er ætlunin að þessi rýni verði unnin eingöngu af félagsmönnum Félags tæknifólks heldur er einmitt mikilvægt að hópurinn sé eins fjölbreyttur og hægt er.  Við erum því einnig að leita út fyrir okkar raðir og viljum stuðla að því að fólk úr tónlistargeiranum, sviðslistageiranum, miðlunargreinum hverskonar, kvikmyndum, viðburða- og ferðaþjónustu sjái sér fært að taka þátt í þessu með okkur.

Nótera ráðgjöf  stýrir dagskránni og dregur saman niðurstöður en að öðru leyti er dagskráin tiltölulega opin. Markmiðið er eins og áður sagði að mæla hitann. Hvar kröftum stéttarfélaga sé best varið í hagsmunagæsluna í þessum efnum. Í sameiningu löðum við fram áherslur og álitamál og gerum tilraun til að forgangsraða verkefnum sem nýtast í áframhaldandi vinnu.

Ekki er greitt sérstaklega fyrir þátttöku í þessari vinnu en engu að síður er fullur skilningur á að það getur reynst erfitt fyrir fólk  að taka þennan tíma frá án stuðnings þegar viðkomandi treystir á útselda vinnu til að tryggja framfærslu sína og sinna. Því munum við gera það sem við getum til að bæta beint tekjutap ef um slíkt er að ræða. Félagar í aðildarfélögum innan Rafiðnaðarsambands Íslands geta sótt um styrk á móti vinnutapi sem þeir verða fyrir og aðrir þátttakendur eru hvattir til að hafa samband við undirritaðann svo hægt sé að kanna hvaða leiðir eru færar.

Ef þið hafið áhuga skráið ykkur hér!
Vegna þeirra fjöldatakmarkana sem Covid setur okkur er áríðandi að allir þáttakendur skrái sig svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Allar nánari upplýsingar veitir:

Jakob Tryggva
Formaður Félags tæknifólks
e: jakob@omissandifolk.is / s: 6640466

Skráning hér!