Ríkisstjórnin samþykkti um miðjan október 2020 að leggja fram frumvarp á Alþingi um tekjufallsstyrki, sem ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri.
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi nú í vikunni.
Aðgerðir ríkisstjórnarninnar sem voru kynntar á fundi í Hörpu 16.10.2020
Er þetta eitthvað fyrir okkur?
Verið er að vinna í frumvarpsdrögum og er félagið í samtali við önnur stéttarfélög og fagsambönd sem tengjast umsögnum um frumvarpið til ríkisstjórnarinnar. Já, þetta er frumvarp um tæknifólk meðal annars. Það er gott að þetta er komið fram. Sjálfsagt ekki gallalaust og virkar líklega ekki fyrir öll tilvik en einhversstaðar þarf að byrja. Hvernig frumvarpið mun líta út þegar samráðsferli er lokið verðum við bara að vona að sé okkur í hag. Ekki liggur fyrir hvernig þessi aðgerð spilar með öðrum úrræðum í tengslum við Covid-19 aðgerðir ríkistjórnarinnar og í bótakerfinu.
Hér má fylgjast með framgangi frumvarpsins á Alþingi sem er komið í nefndarvinnu og í umsagnarferli hjá 24 aðilum.