Leiðbeiningar til félaga í Félagi tæknifólks sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum, í fyrirtækjum eða öðrum rýmum:

Almenn handhreinsun, þ.e. handþvottur og/eða notkun handspritts.

 

Nota andlitsgrímur

 

Greiður aðgangur að vinnuhönskum eða einnota hönskum til nota við óhrein verk, þrif og önnur verk ef við á. Hanska á að fjarlægja strax að verki loknu og þvo eða spritta skal hendur. Alltaf skal líta á alla hanska sem mengaða og varast að snerta andlit með þeim. Nota skal hreina vinnuhanska eða einnota hanska við hvert verk.

Þótt engin veikindi séu þekkt hjá starfsmanni eða þeim sem unnið er hjá er rétt að halda sem mestri fjarlægð allan tímann meðan útsendur starfsmaður er á staðnum, best er að enginn annar sé í rými/herbergi þar sem hann er að störfum.

Hreinn vinnufatnaður

 

Starfsmaður skal reyna að koma sem minnst við yfirborðsfleti, s.s. ljósarofa og handrið, með berum höndum. Ef það er óhjákvæmilegt ætti að hreinsa hendur fyrir og eftir slíka snertingu. Starfsmaður skal reyna að halda tækjum (raftækjum, handverkfærum), sem notuð eru sameiginlega af fleiri en einum á verkstað, hreinum og þess gætt að sótthreinsa handföng.

Þegar farið er á milli staða er nauðsynlegt að beita smitgát í störfum.

Byggt á leiðbeiningum SI