Á miðstjórnarfundi ASÍ 20.maí 2020 var samþykkt að stofna nefnd um málefni sjálfstætt starfandi og önnur óhefðbundin ráðningarform á vinnumarkaði. Það þekkist víða um heim að starfsfólk á vinnumarkaði er með ólík ráðningarform. Fyrir utan ráðningarsambandið launþegi-vinnuveitandi hefur færst mjög í aukana að sjálfstætt starfandi vinni innan ólíkra starfsgreina eins og leiðsögumennsku, sjúkraþjálfun, viðburðatækni, kvikmyndagerð, ritlista og listageirans. Á samningamáli ESB er talað um „workers“ yfir alla þá sem starfa á vinnumarkaði, óháð ráðningarsambandi og í þeim skilningi ættu allir að njóta sömu réttinda innan lagaramma vinnulögjafar aðildarlandanna sem þó eru mislangt á veg komin með þá innleiðingu. Í Covid-19 kom fram hversu ólík staða þessara hópa er hér á Íslandi eins og víðar um heim. Nóg verður á hendi þessarar nýju nefndar ASÍ að vinna úr, svo bæta megi stöðu starfsfólks á vinnumarkaði.