Um þessar mundir er að losna um samkomubann vegna Covid-19. Ástandið hefur haft mikil áhrif á störf félaga í FTR.

Þegar við lítum til baka síðar meir munum við mögulega sjá hversu ómissandi okkar fólk var, þrátt fyrir allt. Það þurfti að koma boðum og upplýsingum út til almennings og skemmtidagskrár og tónleikar í beinni útsendingu voru líklega aldrei fleiri.

FTR fékk nokkrar myndir sendar af vettvangi bak við tjöldin frá tímum samkomubanns. Myndir leynast örugglega víðar og væri gaman fyrir félagið að fá fleiri í safnið. Átt þú kannski mynd? Sendu okkur endilega á ftr@omissandifolk.is með upplýsingum um tilefnið og hverjir eru á myndunum.