Er ekki rétti tíminn núna, að bæta sig og það á góðum kjörum? Fínstilla kannski þekkingu á Teams, Photoshop, Google?

  • Eitt gjald 4.500 kr.
  • 600 kennslumyndbönd
  • 12 mánuðir

RAFMENNT og Netkennsla.is hafa gert með sér samkomulag um áskrift til félagsmanna RSÍ og SART.

Um er að ræða árs áskrift að kennsluvef með um 600 kennslumyndbönd.

Markmiðið er að bjóða félagsmönnum faglega kennslu og vandað kennsluefni á netinu.

Áhersla er lögð á að þjónusta þá sem vilja læra að nýta sér hugbúnað, snjalltæki og tölvur við störf, í skóla eða til skemmtunar. Kennslumyndböndin gagnast líka til upprifjunar og sem stuðningur þegar verkefni kalla.

Netkennsla.is inniheldur myndbönd fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna þannig að flestir ættu að finna kennsluefni við hæfi. Það er okkar metnaður að auka stöðugt framboð kennsluefnis þannig að vefurinn nýtist sem flestum í starfi og leik.

Sjá nánar á netkennsla.is

Áskriftin gildir í eitt ár verðið til félagsmanna RSÍ og SART er 4.500.- sem greiðist við skráningu.