Um leið og við sendum ykkur góðar kveðjur, vitandi það að hjá sumum ykkar hafa orðið stórvægilegar breytingar á atvinnu, gerum við það sem mögulegt er til að vinna úr stöðunni á sem bestan hátt. Til að vera enn betur í stakk búin til þess, viljum við mjög gjarnan heyra í ykkur. Við erum að safna saman ópersónugreinanlegum upplýsingum hér og yrðum þakklát ef þið væruð til í að gefa ykkur 3 mínútur til að svara nokkrum spurningum. Með góðar upplýsingar frá ykkur um stöðu mála getum við enn frekar brugðist við í takt við raunveruleika félaga okkar.