Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól 2019 að lengja fæðingarorlof og fæðingarstyrk foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 og síðar í 10 mánuði og að skipting réttar verði 4-4-2 eða fjórir mánuðir á hvort foreldri fyrir sig og tveir mánuðir sem foreldrar geta skipt sín á milli eða annað tekið í heild.
Þá var jafnframt samþykkt ákvæði til bráðabirgða um að ráðherra skuli leggja í október 2020 fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um að foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar skuli eiga rétt á tólf mánaða samanlögðu fæðingarorlofi og um skiptingu þess milli foreldra sem og um lengingu á rétti til fæðingarstyrks í tólf mánuði.
Nánar á faedingarorlof.is