Á bak við ánægjulegar stundir er ómissandi fólk á hverjum stað. Tónleikar, leiksýningar, sjónvarp, útvarp, kvikmyndir, vefmiðlar, streymi, fjarfundir, tölvuleikir, netkerfi, heimasíður, snjalllausnir, ráðstefnur, fjarvinna, samfélagsmiðlar og svo margt fleira reiða sig meira og minna á aðkomu ómissandi fólks í skapandi greinum, upplýsingatækni og miðlun.
Við erum tæknifólk, ráðgjafar, hönnuðir, framleiðendur, kerfisstjórar, vefsmiðir, kvikmyndagerðarfólk, sérfræðingar til að nefna einhver af þeim 500+ störfum sem ómissandi fólk sinnir. Mörg okkar komin langt í sínu fagi og önnur að taka fyrstu skrefin. Stéttarfélagið okkar er Félag tæknifólks.
Félag tæknifólks (FTF) er eitt af fagfélögunum sem mynda Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ).
Í FTF eru um 1500 félagar að meðaltali og í RSÍ í heild eru félagar á bilinu 5500 til 6000.
Hvað færðu út úr því að ganga í Félag tæknifólks?
Sparar þér fjármuni: Afsláttartilboð á vöru og þjónustu finnurðu á Mínar síður, sjóðir okkar niðurgreiða ýmsa þjónustu og endurmenntunarmöguleika, við grípum þig þegar eitthvað óvænt kemur upp og tryggjum meðal annars að lífeyrirsgreiðslur til efri áranna skili sér á réttan stað.
Styður við starfsferil þinn, erum ekki bara til staðar þegar vandamálin dúkka upp, því við leggjum einnig okkar af mörkum til að styðja þig til að þróa starfsferil þinn á jákvæðan hátt.
- Samið um kaup og kjör, í flestum tilfellum ná samningar RSÍ til allra vinnuveitenda á Íslandi og leggjum við okkur fram við að bæta stöðu heildarinnar en við styðjum félaga okkar við gerð samninga við vinnuveitendur byggða á
Ráðgjöf þegar þú þarfnast þess, félagið og RSÍ er í góðri aðstöðu til að aðstoða við vandamál sem koma upp við vinnu. Í flestum tilfellum þekkjum við til vinnuveitanda þíns og samninga, skilmála og skyldur þá sem unnið er eftir á þínum vinnustað.
Réttindavarsla og lögfræðiaðstoð, ef brotið er á félaga, ólögleg uppsögn, öryggi á vinnustað veldur slysi/afleiðingum eða önnur atvinnutengd vandamál koma upp þá höfum við lögfræðinga og aðra sérfræðinga á okkar snærum sem aðstoða félaga.
Við leggjum okkur fram um að stuðla að opnum samskiptum á jafnræðisgrundvelli millli okkar félaga og út í samfélagið. Tengslanet okkar í bransanum, erlendis og við stofnanir samfélagsins er víðtækt og því er beitt til að bæta stöðu okkar félagsmanna.
Þarftu nánari upplýsingar? Sendu okkur í gegnum Messenger eða á netfangið hjalp@taeknifolk.is.
Einnig getur skrifstofa Rafiðnaðarsambandsins svarað helstu fyrirspurnum og aðstoðað við skráningu, umsóknir um styrki og orlofshús o.fl. Sími RSÍ er 5400100 og vefslóðin er: rafis.is.
Allar upplýsingar um styrki, orlofshúsin og fleira færðu á „Mínar síður”. Við hvetjum þig til að fara sem fyrst þangað inn og kanna hvort allar upplýsingar um þig þar, eru réttar. Á Mínum síðum getur þú séð yfirlit yfir afslætti sem eru í gildi fyrir RSÍ félaga.